À propos de ce site
Vínótekið er alhliða upplýsingavefur um mat og vín í umsjón Steingríms Sigurgeirssonar og Maríu Guðmundsdóttur. Steingrímur hóf að rita greinar um vín í Morgunblaðið árið 1989 og um mat og veitingahús árið 1994. Hann er höfundur bókarinnar Heimur vínsins sem kom út árið 2000 og hefur einnig ritað fjölmargar greinar í innlend sem erlend tímarit.